Heimsbyggðin sameinist um bólusetningu

Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. AFP

Ant­onio Guter­res, aðal­fram­kvæmda­stjóri Sam­einuðu þjóðanna, sagði að koma þyrfti upp allsherjaráætlun til að bólusetja öll ríki heimsins við Covid-19. Hann varaði við því að misrétti í dreifingu bóluefnis á árinu ógnaði heilsu og efnahag víða.

Fjallað var um bólusetningar við Covid-19 á sérstökum fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í morgun.

Guterres benti á að tíu ríki heimsins hefðu tryggt sér 75% bóluefnis hinigað til og enn ætti eftir að hefja bólusetningu í 130 ríkjum.

„Heimurinn þarf allsherjaráætlun um það hvernig eigi að bólusetja við veirunni,“ sagði Guterres á fjarfundinum.

Hann benti á að ef veiran fengi að leika lausum hala í fátækari ríkjum heims ykjust líkurnar á stökkbreytingu. Ný afbrigði gætu verið bráðsmitandi, leitt til fleiri dauðsfalla og einhver þeirra orðið ónæm við bólusetningunni.

„Með því móti gæti heimsfaraldurinn dregist enn frekar á langinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert