Minkar ættu með reglulegu millibili að undirgangast sýnatöku fyrir kórónuveirunni þar til kórónuveirufaraldurinn er yfirstaðinn. Þetta er niðurstaða framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.
Í nýútkominni skýrslu framkvæmdastjórnarinnar er mælt með „eftirlit með minkabúum, svo lengi sem smit frá mönnum til minka geta ekki verið útilokuð“. Er mælt með að dauðir minkar séu skimaðir. Eins er mælt með að greind smit verði raðgreind til að rekja uppruna þeirra.
Kórónuveirusmit hafa greinst á 400 minkabúum innan Evrópusambandsins, þar af 290 í Danmörku. Danir brugðust hart við þegar smita varð vart á Norður-Jótlandi í haust og fyrirskipuðu að hverjum einasta mink í landinu yrði slátrað. Átti það eftir að draga nokkurn dilk á eftir sér.
Í nóvember voru sýni tekin á öllum minkabúum á Íslandi, en ekkert smit greindist.