Milljarðar í nýja fíkn

Fyrirtækið BAT framleiðir meðal annars Lyft-nikótínpúðana, sem njóta mikilla vinsælda …
Fyrirtækið BAT framleiðir meðal annars Lyft-nikótínpúðana, sem njóta mikilla vinsælda hér á landi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bresk-am­er­íska tób­aks­fyr­ir­tækið BAT áform­ar að verja um ein­um millj­arði punda á næstu miss­er­um, um 180 millj­örðum króna, til að markaðssetja nikó­tín­púða víðsveg­ar um heim­inn. Þetta sýna rann­sókn­ir blaðamanna hjá sam­tök­un­um Bureau of In­vestigati­ve Journa­lism, en Guar­di­an grein­ir frá.

Á næstu þrem­ur árum vænt­ir fyr­ir­tækið þess að herja á um 500 millj­ón­ir nikó­tín­fíkla sem koma til með að eyða um 100 millj­örðum punda í neysl­una. Aðrar vör­ur en síga­rett­ur eiga að drífa þann vöxt.

BAT hef­ur um ára­bil fram­leitt sænskt snus, eða frá því fyr­ir­tækið tók yfir Scandi­navi­an Tobacco Group. Aðeins eru um þrjú ár síðan nikó­tín­púðarn­ir fóru að ryðja sér til rúms þar í landi, sem ein­hvers kon­ar „holl­ari“ og nú­tíma­legri út­gáfa af snusi. Púðarn­ir inni­halda ekk­ert tób­ak en eru sneisa­full­ir af nikó­tíni. Pok­arn­ir hafa rutt sér til rúms hér á landi, en í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins var rætt við ung­an mann sem lýs­ir fíkn­inni.

Herja á nýja hópa

Op­in­ber­lega er það sýn fyr­ir­tæk­is­ins BAT að með púðunum sé boðið upp á holl­ari val­kost fyr­ir reyk­inga­menn, sem flest­ir eru sam­mála um að púðarn­ir séu. Á þeim for­send­um hef­ur fyr­ir­tækið bar­ist gegn regl­um um púðana og aðrar nikó­tín­vör­ur.

Í fjár­festa­kynn­ing­um, sem rann­sókn­ar­blaðamenn­irn­ir hafa komið hönd­um yfir, má þó sjá að mark­miðið er fyrst og fremst að laða að nýja neyt­end­ur. Hef­ur BAT mikla trú á þess­ari nýj­ung og öðrum vör­um sem þeir kalla „næstu kyn­slóð af vör­um“ og eiga þá við nikó­tín­vör­ur sem ekki inni­halda tób­ak. Í fjár­festa­kynn­ingu stæra stjórn­end­ur sig af því að hafa bætt við átta millj­ón­um neyt­enda slíkra „næstu kyn­slóðar vara“ frá ár­inu 2017.

„Fjöldi nikó­tínnot­enda held­ur áfram að vaxa,“ seg­ir þar, en farið er yfir hvernig fjöldi not­enda dróst sam­an í upp­hafi ald­ar til árs­ins 2012. Síðan þá hef­ur hann vaxið ár frá ári, fyrst með til­komu rafsíga­rettna og nú púðanna.

Farið er yfir það í grein Guar­di­an hvernig áhrifa­vald­ar um all­an heim aug­lýsa vör­una, hvort sem er gegn greiðslu eða óbeint. Á sam­fé­lags­miðlin­um TikT­ok má til að mynda finna fjölda mynd­banda und­ir myllu­merk­inu #lyftsn­us sem sam­an­lagt hafa millj­ón­ir áhorfa.

Rætt er við 18 ára sænska stelpu sem seg­ir að yfir helm­ing­ur stelpna í bekkn­um henn­ar noti Lyft, sem sé mun meira aðlaðandi en gamla munn­tób­akið. „Það er þessi áhrifa­valda­stemn­ing við Lyft sem er svo kúl,“ seg­ir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert