Vitni í Mjanmar hafa greint frá því að herinn hafi skotið á mótmælendur þar sem tugir þúsunda héldu út á götu að mótmæla valdaráninu þar í landi í dag. Tveir lágu í valnum, fjöldi særðra liggur ekki fyrir.
Ungur maður og táningsdrengur eru sagðir hafa látist í Mandalay í gær eftir að lögreglan og herinn tóku að skjóta á mótmælendur til að tvístra mannfjöldanum sem saman var kominn.
Þegar hafa Sameinuðu þjóðirnar, Frakkar, Singapúr og Bretar fordæmt notkun skotvopna og Facebook hefur eytt aðalsíðu hersins á miðlinum.
I condemn the use of deadly violence in Myanmar.
— António Guterres (@antonioguterres) February 21, 2021
The use of lethal force, intimidation & harassment against peaceful demonstrators is unacceptable.
Everyone has a right to peaceful assembly. I call on all parties to respect election results and return to civilian rule.
Mandalay er næststærsta borg Mjanmar. Spenna jókst þar þegar herinn og lögregla skiptu sér af verkfalli starfsmanna í skipasmíðastöð.