128 flugvélar Boeing verði kyrrsettar

Brak úr hreyflinum í Broomfield í Colorado.
Brak úr hreyflinum í Broomfield í Colorado. AFP

Flugvélaframleiðandinn Boeing hefur óskað eftir því að 128 af flugvélum sínum af tegundinni 777 víðs vegar um heiminn verði kyrrsettar eftir að eldur kom upp í hreyfli flugvélar United Airlines í gær.

Brak úr hreyflinum féll til jarðar í Colorado-ríki.

United Airlines og tvö stærstu flugfélög Japans hafa staðfest að þau séu hætt að nota 56 af flugvélum sínum sem nota sömu tegund af hreyflum.

Yfirvöld samgöngu- og öryggismála í Bandaríkjunum rannsaka atvikið en enginn slasaðist.

Höfuðstöðvar Boeing í Virginíu í Bandaríkjunum.
Höfuðstöðvar Boeing í Virginíu í Bandaríkjunum. AFP

Boeing sagði að kyrrsetja skuli sams konar flugvélar þangað til bandarísk flugmálayfirvöld hafa komist að því hvað gerðist.

„Á meðan rannsókn stendur yfir höfum við mælt með því að kyrrsettar verði flugvélarnar 69 sem eru í notkun og þær 59 sem eru í geymslu af tegundinni 777 sem eru með Pratt & Whitney 4000-112 hreyflunum,“ sagði fyrirtækið.

Svæðið þar sem brakið lenti.
Svæðið þar sem brakið lenti. AFP

Japanska samgönguráðuneytið hefur fyrirskipað  rannsókn á flugvélunum í ljósi þess að flugvél af tegundinni JAL 777 á leið frá Haneda til Naha lenti í vandræðum með sams konar hreyfla í desember.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert