Engar takmarkanir eftir 21. júní

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands. AFP

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands sagði í dag að stefnt væri að því að allar samskiptatakmarkanir gætu verið á bak og burt fyrir 21. júní á þessu ári.

Bretar hafa sætt útgöngubanni frá því í janúar á þessu ári sem komið var á til að stemma stigu við útbreiðslu afbrigða veirunnar sem talin voru einkar smitandi.

Samhliða því sem Johnson setti fram stórhuga áform sín um endanlegar tilslakanir í júní, tilkynnti hann að 8. mars yrði skólum loks gert kleift að opna á ný. Nú má einnig hitta annað fólk undir berum himni, þó að fáir séu.

Frekari afléttingar eiga að fylgja í apríl og maí og loks á lokaskrefið að vera stigið í júní.

Fjögurra fasa dagskrá Breta veltur á fjórum breytum, að sögn Spiegel: Hvort bólusetningar gangi greiðlega, hvort ónæmi sé að myndast, hvort smittölur haldist lágar og hvort ný afbrigði geri ekki vart við sig. Sjá nánar á BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert