Íhuga að selja bóluefni AstraZeneca

Svisslendingum hugnast ekki bóluefni AstraZeneca.
Svisslendingum hugnast ekki bóluefni AstraZeneca. AFP

Svisslendingar íhuga að selja þá 5,3 milljónir bóluefnaskammta frá AstraZeneca sem landið hefur þegar greitt fyrir. Nora Kronig hjá heilbrigðisráðuneyti Sviss segir ástæðuna vera þá að bóluefnið hafi slæmt orðspor.

Fyrr í mánuðinum neituðu yfirvöld í Sviss að samþykkja bóluefni frá fyrirtækinu. „Eins og sakir standa þurfum við ekki á bóluefninu frá AztraZeneca að halda,“ segir Kronig.

Þegar hafa bóluefni frá fjórum framleiðendum verið samþykkt í Sviss. Frá Pfizer/BioNtech, Moderna, Curevac og Novavax.

Enn sem komið er hafa Svisslendingar hefur einungis notast við bóluefni frá Pfizer/BioNtech og Moderna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert