Ræddi við konunginn um mannréttindi

Joe Biden.
Joe Biden. AFP

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti ræddi um mann­rétt­indi í sím­tali við Salm­an, kon­ung Sádi-Ar­ab­íu í dag.

Þetta var í fyrsta sinn sem þeir ræddu sam­an eft­ir að Biden tók við embætti.

Þeir ræddu um vilja Banda­ríkja­manna til að aðstoða Sádi-Ar­ab­íu við að verja lands­svæði sitt vegna árása frá hóp­um sem eru hliðholl­ir Íran.

Salman bin Abdulaziz Al-Saud, konungur Sádi-Arabíu.
Salm­an bin Abdulaziz Al-Saud, kon­ung­ur Sádi-Ar­ab­íu. AFP

Biden minnt­ist einnig á „það mik­il­vægi sem Banda­rík­in leggja á mann­rétt­indi úti um all­an heim og mik­il­vægi laga­bók­stafs­ins“ í sím­tal­inu.

Stutt er í að banda­rísk yf­ir­völd birta skýrslu um morðið á blaðamanni Washingt­on Post, Jamal Khashoggi, í sendi­ráði Sádi-Ar­ab­íu í Tyrklandi. Bú­ist er við að krón­prins Sádi-Ar­ab­íu verði bendlaður við morðið í skýrsl­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka