Krónprinsinn hafi veitt samþykki fyrir morðinu

Samsett mynd af Jamal Khashoggi (til vinstri) og krónsprinsinum Mohammed …
Samsett mynd af Jamal Khashoggi (til vinstri) og krónsprinsinum Mohammed bin Salman. AFP

Fram kem­ur í banda­rískri skýrslu að krón­prins Sádi-Ar­ab­íu, Mohammed bin Salm­an, hafi veitt samþykki sitt fyr­ir morðinu á blaðamann­in­um Jamal Khashoggi, sem var bú­sett­ur í Banda­ríkj­un­um og skrifaði fyr­ir The Washingt­on Post.

Skýrsl­an er tveggja ára göm­ul en hef­ur núna verið birt af rík­is­stjórn Joes Bidens, Banda­ríkja­for­seta.

Fram kem­ur að prins­inn „veitti samþykki sitt fyr­ir aðgerð í Ist­an­búl í Tyrklandi til að hand­sama eða drepa sádi-ar­ab­íska blaðamann­inn Jamal Khashoggi“.

Mótmælendur fyrir utan sendiráð Sádi-Arabíu í Bandaríkjunum á síðasta ári.
Mót­mæl­end­ur fyr­ir utan sendi­ráð Sádi-Ar­ab­íu í Banda­ríkj­un­um á síðasta ári. AFP

Ógn við kon­ungs­veldið

„Frá ár­inu 2017 hef­ur krón­pris­inn haft al­gjöra stjórn á ör­ygg­is­mál­um kon­ungs­veld­is­ins og leyni­leg­um aðgerðum þess. Því er mjög ólík­legt að emb­ætt­is­menn í Sádi-Ar­ab­íu hafi farið í slíka aðgerð án leyf­is krón­prins­ins,“ sagði í skýrsl­unni.

Í henni eru nefnd­ir til sög­unn­ar fimmtán Sádi-Ar­ab­ar sem fóru til Ist­an­búl og sagt að mikl­ar lík­ur séu á því að þeir hafi átt aðild að morðinu. Fram kem­ur að óljóst sé hvort þeir hafi vitað að aðgerðin myndi enda með dauða Khashoggi.

„Krón­prins­inn taldi Khashoggi vera ógn við kon­ungs­veldið og var afar fylgj­andi því að beita of­beldi, ef nauðsyn krefði, til að þagga niður í hon­um,“ seg­ir í skýrsl­unni.

Khashoggi, sem gagn­rýndi prins­inn í skrif­um sín­um í The Washingt­on Post, var lokkaður inn í sendi­ráð Sádi-Ar­ab­íu í Ist­an­búl árið 2018, til að ljúka papp­írs­vinnu vegna brúðkaups.

Vinir Jamals Khashoggi halda á plakötum með myndum af honum …
Vin­ir Jamals Khashoggi halda á pla­köt­um með mynd­um af hon­um fyr­ir utan sendi­ráð Sádi-Ar­ab­íu í In­st­an­búl í fyrra. AFP

Bútuðu niður líkið

Khashoggi, sem var 59 ára, fór í sjálf­skipaða út­legð til Banda­ríkj­anna árið áður eft­ir að hafa lent upp á kant við krón­prins­inn, sem þá var orðinn valda­mesti maður Sádi-Ar­ab­íu.

Tyrk­nesk­ir emb­ætt­is­menn segja að Khashoggi hafi verið drep­inn í sendi­ráðinu 2. októ­ber 2018 af 15 manna hópi frá Sádi-Ar­ab­íu sem kyrktu hann og bútuðu niður lík hans.

Upp­fært kl. 19.17:

Banda­rík­in hafa ákveðið að meina er­lend­um rík­is­borg­ur­um sem beita hót­un­um gegn and­mæl­end­um sín­um inn­göngu í landið. Bannið nær þegar í stað yfir 76 Sádi-Ar­aba vegna morðsins á Khashoggi.

Ant­hony Blin­ken, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, greindi frá þessu.

„Við höf­um gert það al­gjör­lega ljóst að hót­un­um eða árás­um Sádi-Ar­ab­íu gegn aðgerðasinn­um, and­mæl­end­um og blaðamönn­um verður að ljúka. Þær verða ekki liðnar í Banda­ríkj­un­um,“ sagði hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert