Bóluefni Janssen fær leyfi í Bandaríkjunum

Bóluefnið frá Johnson & Johnson.
Bóluefnið frá Johnson & Johnson. AFP

Bóluefni belgíska fyrirtækisins Janssen við kórónuveirunni, sem framleitt er af Johnson & Johnson, hefur fengið bráðaleyfi í Bandaríkjunum. Nóg er að gefa bóluefnið einu sinni. 

Á föstudag mælti nefnd óháðra sérfræðinga einróma með því að efnið fengi markaðsleyfi frá Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna. 

Bóluefnið er þriðja bólu­efnið við Covid-19 til að fá grænt ljós í Banda­ríkj­un­um, sem verst hef­ur orðið úti í heims­far­aldr­in­um þegar litið er til fjölda smitaðra og lát­inna.

Stjórn­end­ur John­son & John­son segj­ast vongóðir um að geta af­hent þrjár til fjór­ar millj­ón­ir skammta í næstu viku í Banda­ríkj­un­um. BBC greinir frá því að bóluefni Janssen sé fjárhagslega hagkvæmara en bóluefni Pfizer og Moderna. 

Johnson & Johnson hafa gert samning við Bandaríkin um alls 100 milljónir skammta fyrir lok júnímánaðar. Þá hafa Bretland, Evrópusambandið og Kanada einnig gert samning um kaup á efninu auk þess sem 500 milljónir skammta hafa verið pantaðir fyrir alþjóðlega bólusetningarverkefnið Covax. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert