Æfingar norska hersins, sem stundar loftrýmisgæslu hér á landi um þessar mundir, hafa gengið vel. Alls eru hér um 130 manns og fjórar orrustuþotur af gerðinni F-35.
Norska flugsveitin fékk nýverið viðurkenningu frá NATO eftir að hafa staðist strangar kröfur bandalagsins um skjót viðbrögð við óvæntri ógn. Fór prófið fram hér á landi. Á meðfylgjandi mynd má sjá F-35-þotur Norðmanna við sprengjuheld flugskýli NATO á Keflavíkurflugvelli nýverið en loftrýmisgæslunni lýkur í lok mars.