Naktir gúrúar, þaktir ösku, voru á meðal mörg hundruð þúsunda pílagríma sem söfnuðust saman við fljótið Ganges á Indlandi í morgun til að fara í heilagt bað.
Þeir létu ógnina sem stafar af kórónuveirunni sem vind um eyru þjóta. Tilefnið var hin litríka trúarhátíð landsins Maha Shivatri, sem er hluti af hátíðinni Kumbh Mela.
Yfirvöld í borginni Haridwar búast við því að 2,5 milljónir manna taki þátt í hátíðarhöldunum.
Hindúar trúa því að baðferð í Sangam, þar sem fljótin Ganges og Yamuna renna saman, muni hreinsa burt allar syndir og veita þeim sáluhjálp.