Fjórir af þeim sex sem voru um borð í flugvél sem brotlenti í Kasakstan fyrr í dag hafa verið úrskurðaðir látnir. Hinir tveir voru fluttir með hraði á næsta sjúkrahús.
Um var að ræða herflugvél sem var að reyna lendingu á flugvelli í Almatí, stærstu borg Kasakstan, eftir að hafa flogið frá höfuðborginni Nursultan. Ekki er vitað hvað fór úrskeiðis en mikil þoka er á svæðinu.
Rússneski fjölmiðillinn Interfax greinir frá því að flugvélin hafi verið á vegum leyniþjónustunnar NSC, sem tók við þegar KGB, leyniþjónusta Sovétríkjanna sálugu, var lögð niður.
Ekki er langt síðan tólf farþegar af um hundrað í létu lífið þegar farþegaþota Bek Air brotlenti á sama flugvelli við sambærilegar aðstæður. Það gerðist í desember árið 2019.