Myndbandi, sem áhugamaðurinn Jay Christensen tók upp með dróna og birti nú á dögunum á Youtube-rás sinni, hefur tekist að grípa athygli fjölda stórlaxa í kvikmyndageiranum, sem lýsa myndbandinu sem „stórkostlegu“.
Drónamyndbandið byrjar fyrir utan keiluhöll í Minneapolisborg og flýgur svo með áhorfandann inn um dyr hennar, í gegnum keilusalinn og bakvið hann í einni samfelldri töku.
James Gunn, leikstjóri kvikmynda á borð við Guardians of the Galaxy, hrósaði myndbandinu í hástert og kallaði það „ótrúlegt“.
Þá lýsti Hringadróttinssöguleikarinn Elijah Wood mikilli hrifningu á því.
Myndbandið má sjá hér að neðan.