Ítalir grípa til takmarkana

Roberto Speranza.
Roberto Speranza. AFP

Takmarkanir vegna kórónuveirunnar voru settar á víðs vegar um Ítalíu í dag.

Þrátt fyrir að bólusetning við veirunni sé í fullum gangi í landinu hefur smitum fjölgað að undanförnu vegna hins breska afbrigðis veirunnar.

Þess vegna ákváðu ítalskir ráðamenn að beita takmörkunum í þremur fjórðu hluta landsins þangað til 6. apríl.

Heilbrigðisráðherrann Roberto Speranza sagði í gær að ríkisstjórnin vonaði að þessar ströngu takmarkanir ásamt bólusetningu myndu gera gæfumuninn í baráttunni við útbreiðslu veirunnar.

Skólum, veitingastöðum, verslunum og söfnum verður lokað, þar á meðal í borgunum Róm og Mílanó. Fólk er hvatt til að halda sig heima við, nema vegna vinnu, heilsufars eða annarra nauðsynlegra tilfella.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert