Funda í dag vegna AstraZeneca

Hjúkrunarfræðingur undirbýr bólusetningu með bóluefni AstraZeneca í Hondúras.
Hjúkrunarfræðingur undirbýr bólusetningu með bóluefni AstraZeneca í Hondúras. AFP

Sérfræðingar frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) ætla að hittast í dag vegna bóluefnis AstraZeneca. Hlé hefur verið gert á notkun þess í þó nokkrum löndum Evrópu, þar á meðal hér á landi, af ótta við að það tengist tilfellum blóðtappa.

Þjóðverjar, Ítalir og Frakkar bættust í gær í hóp þeirra þjóða sem hættu bólusetningu með bóluefninu.

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, AstraZeneca og Lyfjastofnun Evrópu segja að bóluefnið sé öruggt og að engin tengsl séu á milli þess og blóðtappa.

AFP

„Við viljum ekki að fólk verði óttaslegið og við mælum með því að þjóðir haldi áfram að bólusetja með AstraZeneca,“ sagði Soumya Swaminathan, vísindamaður hjá WHO.

„Hingað til höfum við ekki fundið nein tengsl á milli þessara atburða og bóluefnisins.“

Á fundinum í dag munu sérfræðingar WHO og Lyfjastofnunar Evrópu fara yfir upplýsingar um bólusetningar með AstraZeneca. Tveimur dögum síðar mun Lyfjastofnun Evrópu ákveða með næstu skref.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert