Bitcoin á uppboði í Frakklandi

Þetta er ekki bitcoin, en einhvers konar holdgervingur þess.
Þetta er ekki bitcoin, en einhvers konar holdgervingur þess. AFP

Um 600 bitcoin voru seld á uppboði sem franska ríkið stóð fyrir í dag. Rafmyntina höfðu lögregluyfirvöld komist yfir árið 2019 þegar hakkari með tengsl við vefsíðuna GateHub var handtekinn.

Um 4,3 milljarðar króna (€28m) söfnuðustu á uppborðinu en söluverðið var enda í samræmi við gangverði bitcoins þessa dagana. Virði hins haldlagða bitcoins hefur rokið upp í verði síðustu mánuði, en þegar undirbúningur fyrir uppboðið hófst í september var markaðsvirði bitcoins um 10.000 dalir, en stendur nú í um 58.000 dölum.

Frakkland er ekki fyrsta landið til að bjóða upp bitcoin með þessum hætti, en það hefur þegar verið gert í Bandaríkjunum, Kanada, Ástralíu, Belgíu og Bretlandi.

Uppruni þessa bitcoin mun ekki liggja fyrir, þ.e. hvort sakborningurinn hafi raunverulega komist yfir það með ólögmætum hætti. Reynist það ekki raunin fær hann peningana sem franska ríkið vann sér inn með uppboðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert