Noti áfram bóluefni AstraZeneca

AFP

Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­in WHO segir sérfræðinga stofnunarinnar enn vera að fara yfir upplýsingar um bólu­setn­ing­ar með AstraZeneca. 

Hlé hef­ur verið gert á notk­un þess í þó nokkr­um lönd­um Evr­ópu, þar á meðal hér á landi, af ótta við að það teng­ist til­fell­um blóðtappa.

Stofnunin mælir með því að bólusetningar með bóluefni AstraZeneca haldi áfram.

Kostir bólu­efn­is­ins í bar­átt­unni við Covid-19 séu meiri en mögu­leg áhætta af notk­un þess og því eigi að halda áfram að nota það á meðan auka­verk­an­irn­ar eru rann­sakaðar nán­ar.

Boris þiggur bóluefni AstraZeneca

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði fyrr í dag að hann myndi þiggja bóluefni AstraZeneca. 

Johnson, sem er 56 ára, er í næsta hópi þeirra sem boðin verður bólusetning í Bretlandi. Samkvæmt frétt AFP verður hann bólusettur með efninu frá AstraZeneca.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka