Lyfjastofnun Evrópu: Bóluefni AstraZeneca öruggt

Bóluefnaglös með bóluefni AstraZeneca.
Bóluefnaglös með bóluefni AstraZeneca. AFP

Lyfja­stofn­un Evr­ópu hef­ur úr­sk­urðað að bólu­efni AstraZeneca vegna Covid-19 sé ör­uggt og veiti mikla vernd gegn Covid-19. Þá seg­ir stofn­un­in að ávinn­ing­ur­inn af bólu­efni AstraZeneca sé meiri en hugs­an­leg áhætta. 

Þetta kom fram í máli Emer Cooke, for­stjóri Lyfja­stofn­un­ar Evr­ópu, á blaðamanna­fundi sem nú stend­ur yfir. 

Bólu­efnið er ekki tengt auk­inni hættu á sega­reki eða blóðtöpp­um, að sögn Cooke. Hún tók þó fram að miðað við fyr­ir­liggj­andi gögn gæti stofn­un­in ekki úti­lokað tengsl á milli blóðtappa og bólu­efn­is­ins. 

Cooke benti á að yfir 2.500 manns hafi týnt lífi vegna Covid-19 á ein­um degi í síðustu viku ein­göngu og þar af leiðandi hafi rann­sókn stofn­un­ar­inn­ar á bólu­efni AstraZeneca hafi verið sett í hæsta for­gang. 

Cooke sagði að Lyfja­stofn­un Evr­ópu muni rann­saka bólu­efnið áfram. Þá kallaði hún eft­ir því að ef fólk fyndi fyr­ir mögu­leg­um auka­verk­un­um greindi það frá því. Hún ít­rekaði að lok­um þá af­stöðu stofn­un­ar­inn­ar að bólu­efnið væri góður val­kost­ur til þess að vernda borg­ara heims­ins gegn Covid-19. 

Frétt­in hef­ur verið upp­færð

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert