Blóðugasti dagur mótmælanna í Mjanmar

Dagurinn í dag er sá blóðugasti í Mjanmar síðan herforingjastjórnin tók þar völd í síðasta mánuði, en íbúar landsins hafa mótmælt í stórum stíl á götum úti síðan þá.

Öryggissveitir drápu að minnsta kosti 91 mann í mótmælum í landinu í dag að sögn mjanmarskra eftirlitssamtaka.

„Við munum halda áfram að mótmæla eins og ekkert hafi ískorist,“ sagði Mjanmarinn Thu Ya Zaw við Reuters-fréttastofuna eftir að hafa lýst ódæðunum sem framin voru.

Eftir daginn í dag hafa því meira en 400 manns verið drepnir af öryggissveitunum síðan mótmæli hófust í Mjanmar 1. febrúar.

Frétt BBC.

Reyk leggur frá Jangún, stærstu borg í Mjanmar.
Reyk leggur frá Jangún, stærstu borg í Mjanmar. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert