Takmarka notkun AstraZeneca

Bóluefni AstraZeneca.
Bóluefni AstraZeneca. AFP

Þýsk yf­ir­völd ákváðu í dag að bjóða aðeins íbú­um 60 ára og eldri upp á bólu­efni AstraZeneca. Ákvörðunin kem­ur í kjöl­far til­fella blóðtappa hjá yngra fólki sem fengið hafði bólu­efnið. 

Þeir sem ekki hafa náð 60 ára aldri geta þó valið að vera bólu­sett­ir með bólu­efni AstraZeneca að und­an­gengnu viðtali við lækni. 

31 til­felli heila­áfalls vegna blóðtappa í heila hef­ur komið upp hjá fólki sem fengið hef­ur bólu­efni AstraZeneca í Þýskalandi. Níu hafa lát­ist vegna heila­áfalls eft­ir bólu­setn­ingu. Viðkom­andi hafa verið á aldr­in­um 20 til 63 ára, en talið er að hætta á blóðtappa sé mun minni hjá þeim sem eru eldri en 60 ára. 

Yf­ir­völd í Berlín og München höfðu þegar hætt notk­un AstraZeneca hjá fólki yngri en 60 ára áður en al­rík­is­yf­ir­völd ákváðu að fara sömu leið. 

Frétt­in hef­ur verið upp­færð.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert