Bólusetningarvottorð bönnuð á grundvelli „frelsis“

Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída.
Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída. AFP

Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, hefur undirritað tilskipun sem bannar útgáfu á stöðluðum bólusetningarvottorðum í ríkinu. Þá verður fyrirtækjum ekki heimilt að krefjast þess að fólk framvísi slíkum vottorðum til þess að fá tiltekna þjónustu.

DeSantis, sem er harður stuðningsmaður Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta, segir að bólusetningarvottorðin skerði frelsi einstaklingsins auk þess að brjóta gegn friðhelgi einkalífs.

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur talað fyrir útgáfu samræmdra bólusetningarvottorða sem hægt verði að nota til þess að koma efnahagslífinu af stað á nýjan leik. Þannig geti bólusettir notið fríðinda sem aðrir njóti ekki vegna sóttvarnaaðgerða.

Þær hugmyndir hafa lagst illa í repúblikana, þar á meðal þáttastjórnandann Tucker Carlson sem hafði þó lofað slíkar hugmyndir fyrir um mánuði þegar hann taldi að þannig væri því háttað á Íslandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert