Viðgerðir á Notre Dame taki 15-20 ár

Eldur braust út í þaki Notre Dame 15. apríl 2019.
Eldur braust út í þaki Notre Dame 15. apríl 2019. AFP

Sókn­ar­prest­ur í Notre Dame í Par­ís seg­ir að út­lit sé fyr­ir að 15-20 ár taki þar til viðgerðum á kirkj­unni lýk­ur. Tæp tvö ár eru liðin síðan kviknaði í kirkj­unni en Emm­anu­el Macron Frakk­lands­for­seti lét stuttu síðar hafa eft­ir sér að stefnt væri að því að end­ur­bót­um yrði lokið fyr­ir sum­arið 2024 þegar Ólymp­íu­leik­arn­ir verða haldn­ir í Par­ís.

Fransk­ir emb­ætt­is­menn voru þó fljót­ir að draga úr yf­ir­lýs­ing­um for­set­ans og sögðu óraun­sætt að ætla að ljúka verk­inu á svo skömm­um tíma.

Þak kirkj­unn­ar og turn­spíra eyðilögðust í eld­in­um, sem hafði kviknaði á þak­inu þegar unnið var að viðgerðum.

Stefnt er að því að end­ur­reisa kirkj­una í upp­runa­legri mynd. Ráðast þurfti í mikið hreins­un­ar­starf áður en að því kom en mikið magn af eitruðu blýi úr þak­inu hafði til að mynda dreifst um kirkj­una í brun­an­um.

Michel Aupetit erkibiskup messar fyrir tómri kirkju á skírdag.
Michel Aup­e­tit erki­bisk­up mess­ar fyr­ir tómri kirkju á skír­dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert