Fimm borgarar, barn þar á meðal, létust í dag þegar sjálfsmorðssprengjumaður sprengdi sig við tehús í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu.
Atvikið varð um klukkan sjö í kvöld að staðartíma, eða um klukkan 16 að íslenskum tíma.
Í tilkynningu frá lögreglu segir að ungmenni sæki gjarnan tehúsið. Létust fjögur ungmenni, eitt barn auk sjálfsmorðssprengjumannsins.
„Fjórir til viðbótar særðust,“ segir talsmaður lögreglunnar, Sadiq Dudishe, í yfirlýsingu.