Yfirvöld í Jórdaníu hafa kyrrsett fyrrverandi krónprins landsins auk nærri tuttugu annarra, í kjölfar þess sem embættismenn kjósa að kalla „ógn við stöðugleika í landinu“.
Prinsinn Hamzah bin Hussein, elsti sonur konungsins heitins Hussein og fjórðu eiginkonu hans, fær nú ekki að fara út fyrir veggi hallar sinnar á meðan rannsókn stendur yfir á meintu ráðabruggi hans um að ræna völdum af hálfbróður sínum, konunginum Abdullah.
Þetta herma heimildir Washington Post.
Var krónprins í fjögur ár
Yfirvöld gripu til þessa aðgerða eftir að embættismenn hallarinnar komust á snoðir um það sem lýst er sem flókinni og viðamikilli áætlun. Annar ættingi konungsfjölskyldunnar er bendlaður við ráðabruggið, ásamt leiðtogum ættbálka í landinu og starfsmanna í varnarmálum landsins.
Búist er við fleiri handtökum.
Hamzah var áður krónprins Jórdaníu í fjögur ár, áður en titillinn var færður yfir á elsta son Husseins konungs.