Útgöngubann um páska á Ítalíu

Læknir skoðar sjúkling í Róm, höfuðborg Ítalíu.
Læknir skoðar sjúkling í Róm, höfuðborg Ítalíu. AFP

Þriggja daga útgöngubann vegna kórónuveirufaraldursins hefur tekið gildi á Ítalíu til að koma í veg fyrir fjölgun smita um páskana.

Öll svæði landsins eru rauð en Ítalía er á barmi þriðju bylgju faraldursins nú þegar um 20 þúsund smit greinast þar daglega, samkvæmt frétt BBC.

Þrátt fyr­ir að bólu­setn­ing við veirunni sé í full­um gangi í land­inu hef­ur smit­um fjölgað að und­an­förnu vegna hins breska af­brigðis veirunn­ar.

Ónauðsynleg ferðalög eru bönnuð en fólk má njóta páskamáltíðar heima hjá sér með tveimur öðrum fullorðnum.

Það verður tómlegt hjá páfanum á morgun.
Það verður tómlegt hjá páfanum á morgun. AFP

Annað árið í röð mun Frans páfi flytja páskapredikun fyrir tómri Péturskirkju.

Alls hafa rúmlega 110 þúsund látist af völdum veirunnar á Ítalíu en 3,6 milljónir tilfella eru staðfestar í landinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert