„Hann bjargaði mér aftur og aftur“

Hunter Biden til hægri.
Hunter Biden til hægri. AFP

Hun­ter Biden, son­ur Joes Bidens Banda­ríkja­for­seta, hef­ur opnað sig um bar­áttu sína við fíkni­sjúk­dóm. Hann seg­ir að frá­fall bróður síns fyr­ir fimm árum hafi leitt hann á „afar dimm­an, dimm­an stað“, en faðir hans hafi aldrei gef­ist upp á hon­um. 

Í viðtali við BBC seg­ir Hun­ter að kór­ónu­veirufar­ald­ur­inn sé ekki eini heims­far­ald­ur­inn sem sam­fé­lagið standi frammi fyr­ir. Heim­ur­inn standi einnig frammi fyr­ir far­aldri fíkn­ar. Hun­ter var sjálf­ur í mik­illi neyslu bæði áfeng­is og kókaíns í kjöl­far and­láts bróður síns Beaus, sem lést úr krabba­meini fyr­ir fimm árum. Móðir Hun­ters lést einnig í bíl­slysi árið 1972 ásamt syst­ur hans, og Hun­ter seg­ir að sér hafi fund­ist hann þurfa að fylla upp í tóma­rúm innra með sér og því leitað í áfengi og eit­ur­lyf.

Hann seg­ir að þrátt fyr­ir allt hafi faðir hans alltaf staðið með hon­um. Þegar hann var hvað lengst leidd­ur af sjúk­dómi sín­um hafi Joe haldið áfram að hringja á hverj­um degi. „Hann bjargaði mér aft­ur og aft­ur,“ seg­ir Hun­ter um föður sinn. 



mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert