Mehamn-málinu áfrýjað til Hæstaréttar Noregs

Gunnar Jóhann Gunnarsson.
Gunnar Jóhann Gunnarsson. mbl.is/Atli Steinn Guðmundsson

Rík­is­sak­sókn­ari Nor­egs hef­ur ákveðið að áfrýja dóm­in­um yfir Gunn­ari Jó­hanni Gunn­ars­syni, sem varð hálf­bróður sín­um að bana, til Hæsta­rétt­ar.

Gunn­ar var fyrst dæmd­ur til 13 ára fang­elsis­vist­ar fyr­ir að hafa orðið bróður sín­um, Gísla Þór Þór­ar­ins­syni, að bana með hagla­skoti að morgni 27. apríl 2019. Sú refs­ing var hins veg­ar milduð tölu­vert af áfrýj­un­ar­dóm­stóli og fang­elsis­vist­in lækkuð niður í fimm ár.

Gunn­ar hef­ur alltaf haldið því fram að um slysa­skot hafi veri að ræða og féllust fjór­ir af sjö dóm­ur­um við áfrýj­un­ar­dóm­stól­inn á þá skýr­ingu, það er mann­dráp af gá­leysi. 

Við þetta vill rík­is­sak­sókn­ari í Nor­egi ekki una og ætl­ar að áfrýja dómn­um til æðsta dóm­stóls Nor­egs og freista þess að sak­fella Gunn­ar Jó­hann fyr­ir mann­dráp af ásetn­ingi (n. for­sett­lig drap).

iF­in­mark

Hálfbræðurnir á kóngakrabba við Mehamn.
Hálf­bræðurn­ir á kóngakrabba við Mehamn. Ljós­mynd/Ú​r einka­safni
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert