Klæðaburður kvenna skýri fjölgun nauðgana

Forsætisráðherra Pakistans, Imran Khan, sést hér ávarpa þjóð sína.
Forsætisráðherra Pakistans, Imran Khan, sést hér ávarpa þjóð sína. AFP

Forsætisráðherra Pakistans er harðlega gagnrýndur af baráttufólki fyrir mannréttindum í landinu eftir að hann sagði að rekja mætti fjölgun nauðgana í landinu til klæðaburðar kvenna.

Imran Khan lét þessi ummæli falla í sjónvarpsviðtali um helgina enKhan er menntaður frá Oxford og fyrrverandi krikketleikmaður. Þar ráðlagði hann konum að hylja sig til þess að koma í veg fyrir að karlmenn létu tælast. Ekki hefðu allir þá festu til að bera að forðast að falla í freistni þegar konur hyldu ekki líkama sinn.

AFP

Mannréttindastjóri Pakistans segir að sér hafi ofboðið ummæli forsætisráðherrans. Ekki bara það hvernig hann hunsi hvar og hvers vegna nauðganir eigi sér stað heldur einnig að saka þolendur um að bera ábyrgðina. Að skömmin sé þeirra, ekki ofbeldismannsins. Khan eigi að vita betur og að þolendur kynferðislegs ofbeldis séu alls konar og á öllum aldri, allt frá ungum börnum til fórnarlamba svokallaðra heiðursglæpa. 

AFP

Víða var mótmælt í Pakistan í fyrra þegar lögreglustjóri áminnti konu sem var nauðgað af hópi karlmanna fyrir að hafa ekið að kvöldlagi án þess að vera í fylgd karlmanns. Ráðist var á konuna og henni nauðgað hrottalega af hópi karla sem drógu hana út úr bifreiðinni þegar hún varð bensínlaus.

Í sama viðtali um helgina sagði Khan að ástæðan fyrir hárri skilnaðartíðni í Bretlandi væri kynlífs-, fíkniefna- og rokkmenning landsins sem hófst á áttunda áratug síðasta áratugar. Á þeim tíma varð Khan þekktur tvífráskilinn glaumgosi í London.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert