Siðanefnd Bandaríkjaþings hefur hafið rannsókn á þingmanni repúblikana Matt Gaetz en hann er sakaður um mansal og barnaníð. Gaetz er mikill stuðningsmaður fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, Donalds Trumps.
Í tilkynningu sem nefndin sendi frá sér í gær kemur fram að hún viti af ásökunum um að Gaetz hafi mögulega tekið þátt í ósæmilegu athæfi og/eða notað ólögleg vímuefni, deilt óviðeigandi myndum og myndskeiðum innan þingsins, misnotað auðkennisupplýsingar, notað kosningasjóði til eigin nota og þegið mútur og gjafir, sem er brot á reglum Bandaríkjaþings.
Gaetz hefur ekki verið ákærður fyrir saknæmt athæfi og neitar ásökunum. Hann segist vera fórnarlamb ófrægingarherferðar.
Nefndin hefur einnig tekið annan þingmann, Tom Reed, sem einnig er þingmaður repúblikana, en hann er sakaður um ósæmilega kynferðislega hegðun.