Ekki slys heldur kjarnorkuhryðjuverk

Kjarnorkuverið í Natanz úr lofti.
Kjarnorkuverið í Natanz úr lofti. AFP

Kjarn­orku­stofn­un Írans, IAEO, seg­ir að kjarn­orku­verið Natanz hafi orðið fyr­ir hryðju­verka­árás. Raf­magns­bil­un þar hafi ekki verið óhapp eins og fyrst var talið.

Í yf­ir­lýs­ingu for­dæm­ir Ali Ak­b­ar Sa­lehi, yf­ir­maður Kjarn­orku­stofn­un­ar Írans, til­raun­ina sem hann seg­ir þó hafa mis­heppn­ast. Hann hvet­ur alþjóðasam­fé­lagið til að tak­ast á við hryðju­verk and­stæðinga kjarn­orku.

Greint var frá at­vik­inu snemma í morg­un en það varð aðeins sól­ar­hring eft­ir að ír­önsk stjórn­völd til­kynntu að þau væru byrjuð að auðga úran á ný í kjarn­orku­ver­inu.

Íran­ar höfðu gert sam­komu­lag við helstu stór­veldi um að láta af auðgun úr­ans árið 2015 gegn því að viðskiptaþving­un­um yrði aflétt, en Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti dró landið úr sam­komu­lag­inu árið 2018.

Í yf­ir­lýs­ing­unni gef­ur Sa­lehi ekki upp hverj­ir hafi staðið að hryðju­verka­árás­inni, en fjöl­miðlar í Ísra­el hafa sagt netárás Ísra­ela vera ástæðuna. Eld­ur kom upp í kjarn­orku­ver­inu í fyrra, sem yf­ir­völd í Íran segja einnig að hafi komið til vegna netárás­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert