Fullnægt með hengingu

Þessi mynd af Adolf Eichmann var tekin 11. apríl 1961, …
Þessi mynd af Adolf Eichmann var tekin 11. apríl 1961, þegar réttarhöldin yfir honum hófust. Hann stendur bak við skothelt gler. AFP

Í fjóra mánuði árið 1961 var villi­mennska nas­ista um­fjöll­un­ar­efni rétt­ar­halda í Ísra­el. Við rétt­ar­höld yfir ein­um helsta hug­mynda­smiði helfar­ar­inn­ar, Ad­olf Eichmann. Rétt­ar­höld­in hóf­ust 11. apríl 1961 og ári síðar var dómn­um full­nægt með heng­ingu.

Ári áður hafði Eichmann verið flutt­ur með æv­in­týra­leg­um hætti til Jerúsalem eft­ir að ísra­elsk­ir leyniþjón­ustu­menn höfðu rænt hon­um í Arg­entínu en þangað hafði hann flúið eft­ir stríð og leynst und­ir fölsku nafni líkt og fleiri nas­ist­ar. 

Í frá­sögn AFP-frétta­stof­unn­ar kem­ur fram að Eichmann hafi verið frem­ur ósjá­leg­ur þegar hann sat á bak við skot­helt gler í rétt­ar­saln­um en þá hafði hon­um verið haldið í 316 daga eft­ir að Mossad rændi hon­um með leynd í fang­elsi í norður­hluta Ísra­els.

AFP

Mik­ill fjöldi blaða- og frétta­manna var viðstadd­ur rétt­ar­höld­in í Jerúsalem og fylgd­ist með ásök­un­um á hend­ur mann­in­um sem tal­inn er hafa stýrt því að sex millj­ón­ir gyðinga voru tekn­ar af lífi. Þegar rétt­ar­höld­in hóf­ust var þétt set­inn bekk­ur­inn í rétt­ar­saln­um, öll 700 sæt­in voru upp­tek­in. Alls höfðu 450 blaðamenn lagt leið sína þangað til að berja Eichmann aug­um. Mann sem gekk und­ir heit­inu verk­fræðing­ur dauðans. 

Í frétt AFP-frétta­stof­unn­ar frá upp­hafi rétt­ar­hald­anna seg­ir að sá ákærði sé klædd­ur í svört jakka­föt og augnaráð hans fjar­lægt. Hann hafi hlýtt ein­beitt­ur á þýðingu túlks­ins yfir á þýsku þegar ákæru­liðirn­ir 15 voru lesn­ir upp. Glæp­ir gegn þjóð gyðinga, glæp­ir gegn mann­kyn­inu, stríðsglæp­ir, grip­deild­ir, mann­rán, þvingaðar fóst­ur­eyðing­ar, ófrjó­sem­isaðgerðir, út­rým­ing­ar og fleira.

 „Við bjugg­umst við ein­hvers kon­ar skrímsli miðað við glæpi hans en Eichmann virt­ist vera ósköp ómerki­leg­ur starfsmaður hins op­in­bera,“ seg­ir Marcelle Joseph, sem fylgd­ist með rétt­ar­höld­un­um, tók þau upp og vél­ritaði síðan. En fyr­ir hana var hryll­ing­ur­inn ekki maður­inn í gler­búr­inu held­ur vitn­is­b­urður þeirra sem lifðu af hel­för­ina.

Ben Kingsley lék Adolf Eichmann í kvikmyndinni Operation Finale.
Ben Kingsley lék Ad­olf Eichmann í kvik­mynd­inni Operati­on Finale. Ljós­mynd Val­er­ia Flor­ini / Metro Goldwyn Mayer Pict­ur­es

Alls báru 111 ein­stak­ling­ar vitni næstu fjóra mánuði og þrjá daga. Hver þeirra lýsti hryll­ingn­um sem hann upp­lifði per­sónu­lega. Þar á meðal voru rit­höf­und­ar eins og Elie Wiesel og Joseph Kessel.

Einn þeirra lýsti því hvernig hann var leidd­ur ásamt rúm­lega eitt þúsund gyðing­um að tómri gröf í Póllandi. Þar var þeim fyr­ir­skipað af nas­ista­for­ingja að krjúpa á kné, af­klæðast og þeir síðan skotn­ir á brún eig­in graf­ar. 

Maður sem lifði af dvöl­ina í Treblinka-út­rým­ing­ar­búðunum lýsti hryll­ingn­um í gas­klef­un­um þar sem fórn­ar­lömb­in voru oft svo mörg að jafn­vel þeir látnu stóðu upp­rétt­ir áfram. 

Eichmann neitaði að hafa borið ábyrgð á glæp­un­um. Hann hafi bara verið að fylgja fyr­ir­skip­un­um. Heim­spek­ing­ur­inn Hannah Ar­endt fylgd­ist með rétt­ar­höld­un­um all­an tím­ann fyr­ir The New Yor­ker. Hún sagði í bók sinni Eichmann í Jerúsalem, þar sem hún fjallaði um svo­nefnda „flat­neskju illsk­unn­ar“ að illska Eich­manns, sýnd­ist henni, væri helst fólg­in í því, að hann virt­ist ekk­ert hugsa um rétt­mæti eða órétt­mæti gjörða sinna.

15. des­em­ber 1961 féll dóm­ur í mál­inu. Dauðadóm­ur sem full­nægja átti með heng­ingu. Lögmaður Eich­manns, 
Robert Servatius, áfrýjaði dómn­um en var hafnað. Eins var skrif­legri beiðni Eich­manns sjálfs um að refs­ing­unni yrði frestað hafnað. Beiðnina bar hann upp í bréfi til þáver­andi for­seta Ísra­els, Yitzhak Ben-Zvi.

„Það þarf að gera grein­ar­mun á ábyrg­um leiðtog­um og fólki eins og mér, sem var neytt til að þjóna sem verk­færi í hönd­um leiðtog­anna,“ stend­ur m.a. í bréf­inu. 

Þann 31. maí 1962 var Eichmann hengd­ur í Ramleh-fang­els­inu skammt fyr­ir utan Tel Aviv. Ösku hans var síðar dreift á hafi úti, fyr­ir utan ísra­elska land­helgi. 

Til­heyrði hópi gyðinga­hat­ara

Ítar­lega var fjallað um Eichmann í Morg­un­blaðinu þegar rétt­ar­höld­in stóðu yfir í Ísra­el. Meðal ann­ars birt­ist grein þar sem saga hans var rak­in. Hana má lesa í heild hér en hér verður stiklað á stóru í því sem þar kem­ur fram.

Ad­olf Eichmann fædd­ist 19. mars 1906 í bæn­um Sol­ing í Ru­hr­héraði. Hann var elsti son­ur for­eldra sinna. Faðir hans var véla­verk­fræðing­ur. Þau eignuðust þrjá syni og eina dótt­ur til viðbót­ar, en þegar Ad­olf var tíu ára dó móðir hans. Varð þá úr að faðir hans flutt­ist til Linz í Aust­ur­ríki með börn sín og sett­ist þar að og komst brátt í tölu betri borg­ara.

Ad­olf var sett­ur til náms í mennta­skól­an­um í Linz, en fáum árum áður hafði ann­ar Ad­olf með ætt­ar­nafnið Hitler stundað nám í sama skóla. Hon­um gekk námið illa og loks féll hann á stúd­ents­prófi. Þá var hann sett­ur til náms í vél­skóla, en hætti því námi. Faðir hans var nú far­inn að líta á hann sem vand­ræðabarn seg­ir í grein Morg­un­blaðsins.

Adolf Hitler ávarpar fjöldafund í Þýskalandi árið 1933.
Ad­olf Hitler ávarp­ar fjölda­fund í Þýskalandi árið 1933. Ljós­mynd Britt­anica

Eichmann kom á þess­um tíma í fyrsta skipti til Vín­ar­borg­ar. Hann fékk þá þegar sér­stak­an áhuga fyr­ir gyðinga­hverfi borg­ar­inn­ar og við frek­ari dvöl í Vín dvald­ist hann lang­dvöl­um í hverf­inu, kynnt­ist gyðing­un­um og lifnaðar­hátt­um þeirra, lærði mál þeirra – jiddísku – svo hann talaði hana reiprenn­andi og komst niður í forn­máli þeirra hebr­esku. Þessi kynn­ing Eich­manns af gyðing­um og sam­búð við þá var mjög und­ar­leg, því ekki var hún af neinni aðdáun eða vináttu til þeirra. Hann til­heyrði flokki gyðinga­hat­ara, seg­ir í grein Morg­un­blaðsins frá 6. mars 1961.

„Hann hugsaði mikið um gyðing­ana og menn halda að hann hafi orðið svo gagn­tek­inn af þessu, vegna þess að út­lit hans sjálfs líkt­ist gyðingi. Það var sér­stak­lega nefið sem gaf hon­um gyðinga­leg­an svip, mjótt og íbjúgt með stór­um nös­um. Það kom oft fyr­ir hann, að ráðist var á hann vegna út­lits­ins og hann rek­inn út af því að hann væri gyðing­ur. Ekki er ná­kvæm­lega vitað, hvenær Eichmann kynnt­ist fyrst nas­isma Hitlers, en ástæða er til þess að ætla að hann hafi hlustað á ræðu sem Hitler flutti í Berchtes­ga­den rétt hjá aust­ur­rísku landa­mær­un­um,“ seg­ir í grein­inni.

Árið 1932 gekk Eichmann í þýska nas­ista­flokk­inn þrátt fyr­ir að búa og starfa í Aust­ur­ríki. Hann kom hvenær sem á hann var kallað til München í Bæj­aralandi. Í mars 1933 var hann meðal ann­ars beðinn um að koma en þetta var eft­ir þing­hús­brun­ann í Berlín. 

„Eng­ar upp­lýs­ing­ar eru til um það, hvað marga menn hann pyntaði og myrti með eig­in hendi þess­ar brjálæðis­legu næt­ur í München. Nokkru síðar missti hann at­vinnu sína í Aust­ur­ríki og var ráðinn fanga­vörður í ný­stofnuðum póli­tísk­um fanga­búðum nas­ista við Dachau skammt norðvest­ur af München. En hon­um líkaði ekki það starf, það var óhreint.

Hann hafði líka kynnst hátt­sett­um manni í SS-liðinu, sem nefnd­ist Heydrich og var ráðinn starfsmaður í skrif­stofu SS-lög­regl­unn­ar. Nú kom sér vel fyr­ir hann að hafa kynnst lífi gyðing­anna í Vín­ar­borg. Það var bráðlega farið að líta Eichmann sem sér­fræðing í mál­efn­um gyðinga,“ seg­ir enn frem­ur í grein­inni.

Adolf Eichmann, mynd frá árinu 1942.
Ad­olf Eichmann, mynd frá ár­inu 1942. Ljós­mynd/​Wikipedia.org

Í mars 1938 her­námu Þjóðverj­ar Aust­ur­ríki. Þau at­vik urðu Ad­olf Eichmann mik­il lyfti­stöng. Það vildi svo vel til fyr­ir hann, að hann hafði al­ist að mestu upp í Aust­ur­ríki og hann þekkti mjög vel til gyðing­anna í Vín sem nazist­ar ætluðu nú að glíma við.

Þann 11. mars, sam­ein­ing­ar­dag­inn, flaug Himmler, yf­ir­maður SS-sveit­anna, til Vín­ar­borg­ar og með hon­um nokkr­ir út­vald­ir menn, þeirra á meðal Heydrich og Ad­olf Eichmann. Aðeins liðu fá­ein­ar klukku­stund­ir frá því að flug­vél þeirra hafði lent á Asp­ern-flug­vell­in­um við Vín, þar til aðgerðir Eich­manns gegn gyðing­um voru hafn­ar.

Á hverju horni voru gyðing­ar á hækj­um sín­um að þvo stræt­in með klút­um og yfir þeim stóðu vopnaðir SS-menn,“ seg­ir enn frem­ur í grein­inni.

„Þann 30. janú­ar 1938 voru mál­efni gyðing­anna í öllu Þýskalandi feng­in Ad­olf Eichmann sem stofnaði þá „Aðalskrif­stofu gyðinga­út­flutn­ings­ins“. Á þeim sama degi flutti Hitler ræðu og lýsti því yfir að gyðinga-kynþætt­in­um skyldi út­rýmt úr Evr­ópu. Enn sem komið var þýddi orðið „út­rýmt" þó aðeins að þeir skyldu flutt­ir úr landi. Þó sagði Hitler, að ef gyðing­arn­ir ekki fengj­ust flutt­ir burt, væri aðeins um eina aðra leið að ræða, — að þurrka þá út,“ seg­ir í grein Morg­un­blaðsins skömmu áður en rétt­ar­höld­in hóf­ust í Jerúsalem. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert