Fækkun gyðinga áhyggjuefni

Við grátmúrinn.
Við grátmúrinn. mbl.is/Ómar Óskarsson

Gyðing­um hef­ur fækkað hlut­falls­lega í Ísra­el síðustu ár. Er svo komið að ríf­lega fjórði hver íbúi er ekki gyðing­ur. Þykir ástæða til að sporna gegn þró­un­inni.

Fjallað er um málið á vef Jeru­salem Post.

Vísað er í töl­fræði ísra­elsku hag­stof­unn­ar þess efn­is að árið 1948, þegar Ísra­els­ríki var stofnað, hafi 82,1% íbú­anna verið gyðing­ar. Nú sé hlut­fall þeirra í fyrsta sinn komið und­ir 74%.

Nú séu 6,984 millj­ón­ir lands­manna gyðing­ar og 1,966 millj­ón­ir ar­ab­ar, eða 21,1% íbúa­fjöld­ans.

Millj­ón­ir inn­flytj­enda

Frá stofn­un rík­is­ins hafi 3,3 millj­ón­ir manna flutt þangað, þar með talið 1,5 millj­ón­ir manna eft­ir árið 1990, þegar gyðing­ar frá fyrr­um ríkj­um Sov­ét­ríkj­anna fluttu suður.

Jeru­salem Post ræðir við Yonatan Jaku­bowicz, sem stýr­ir stofn­un inn­flytj­enda­mála í Ísra­el.

Tel­ur hann töl­fræði ísra­elsku hag­stof­unn­ar sýna fram á þörf­ina fyr­ir ábyrga stefnu í inn­flytj­enda­mál­um. Fæst­ir lands­menn geri sér grein fyr­ir því hversu mik­il um­skipt­in eru. Tryggja þurfi hags­muni Ísra­els sem rík­is gyðinga og lýðræðis­rík­is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert