Sviku tugi milljarða út úr ríkissjóði Danmerkur

Um afar háar fjárhæðir er að ræða. Myndin sýnir dönsku …
Um afar háar fjárhæðir er að ræða. Myndin sýnir dönsku lögregluna að störfum. AFP

Sak­sókn­ar­ar í Damörku hafa ákært þrjá Breta og þrjá Banda­ríkja­menn fyr­ir að hafa svikið yfir 1,1 millj­arð danskra króna, eða um 22 millj­arða ís­lenskra króna, út úr rík­is­sjóði Dan­merk­ur í gegn­um þýsk­an banka.  

Tveir bresk­ir rík­is­borg­ar­ar höfðu áður verið ákærðir vegna ann­ars svika­máls þar sem 12,7 millj­arðar danskra króna voru svikn­ir út úr rík­is­sjóðnum.  

Sak­sókn­ar­ar telja að þess­ir sex sem núna hafa verið ákærðir hafi verið höfuðpaur­arn­ir í svindl­inu, að því er BBC greindi frá.  

Ef þeir verða fundn­ir sek­ir eiga þeir yfir höfði sér allt að 12 ára fang­elsi.  

Málið teng­ist rann­sókn á svo­kölluðum Cu­mEx-skjöl­um. Þar hafði hóp­ur alþjóðlegra blaðmanna birt gögn sem sýna að nokkr­ir af stærstu bönk­um heims eru flækt­ir inn risa­vaxið fjár- og skattsvika­mál, lík­lega það stærsta í sög­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert