Átta látnir eftir skotárás

Að minnsta kosti átta létust.
Að minnsta kosti átta létust. mbl.is/Hjörtur

Að minnsta kosti átta manns voru drepnir í skotárás í bandarísku borginni Indianapolis seint í gærkvöldi, að sögn lögreglunnar.

Öll fórnarlömbin fundust í húsnæði fyrirtækisins Fedex, skammt frá alþjóðaflugvelli borgarinnar, þar sem byssumaður hóf skothríð.

Talsmaður lögreglunnar, Genae Cook, greindi frá þessu.

Þó nokkrir til viðbótar voru fluttir á slysadeild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert