Að minnsta kosti átta manns voru drepnir í skotárás í bandarísku borginni Indianapolis seint í gærkvöldi, að sögn lögreglunnar.
Öll fórnarlömbin fundust í húsnæði fyrirtækisins Fedex, skammt frá alþjóðaflugvelli borgarinnar, þar sem byssumaður hóf skothríð.
Talsmaður lögreglunnar, Genae Cook, greindi frá þessu.
Þó nokkrir til viðbótar voru fluttir á slysadeild.
Police responding to a 'mass casualty situation' at FedEx facility in Indianapolis https://t.co/IFCbUYDfN8
— CNN Breaking News (@cnnbrk) April 16, 2021