Raul Castro, bróðir Fidels Castros, sagði í dag af sér sem formaður Kommúnistaflokks Kúbu. Í því starfi var hann einn æðsti valdamaður landsins. Um helgina verður arftaki hans kosinn á landsþingi Kommúnistaflokksins.
Árið 2006 tók Raul við embætti formanns af Fidel en samanlagt hafa þeir verið valdamestu menn landsins frá árinu 1959. Fidel lést árið 2016.