Læknar rússneska stjórnarandstæðingins Alexeis Navalnís segja að hann muni „deyja á næstu dögum“ ef hann fái ekki viðeigandi aðstoð. Þeir segja að nýlegar blóðprufur bendi til þess að hann gæti fengið hjartaáfall eða nýrnabilun hvenær sem er.
BBC greinir frá.
Navalní hefur verið í hungurverkfalli síðustu 18 daga til þess að krefjast viðeigandi meðferðar við miklum bakverkjum og dofa í fótum.
Navalní er einn helsti gagnrýnandi Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Navalní var fangelsaður í febrúarmánuði fyrir gamlar kærur vegna fjársvika.
Fjórir læknar, þar á meðal einkalæknir hans, Anastasia Vasilyeva, hafa skrifað stjórnendum fangelsisins sem Navalní dvelur í og beðið um leyfi til að hitta hann.
Í bréfinu, sem Vasilyeva birti á samfélagsmiðlinum Twitter, sögðu læknarnir að kalíum í líkama Navalnís væri nú hættulega lítið.
Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í samtali við blaðamenn í dag að læknisfræðilegt ástand Navalnís væri „algjörlega ósanngjarnt og óviðeigandi“.
Having received test results we, the doctors of Alexey Navalny, address the head of Federal Penitentiary Service. Due to critical state of health of Alexay Navalny we express our concerns and our readinness to enter into discussion followed by consilium. 1/ pic.twitter.com/cRG2fkq9yk
— Команда Анастасии Васильевой (@DrAnastasy) April 17, 2021