Sögulegar byggingar brenna í Höfðaborg

Jagger bókasafn Háskólans í Höfðaborg brennur.
Jagger bókasafn Háskólans í Höfðaborg brennur. AFP

Skógareldar hafa læst klóm sínum í byggingar Háskólans í Höfðaborg. Eldarnir hafa logað í hlíðum Table-fjalls í Suður-Afríku í dag og yfir 100 slökkviliðsmenn barist við þá. 

Hefur þurft að rýma byggingar á svæðinu en eldur logar nú í sögufrægu bókasafni háskólans. Ekki hefur þurft að rýma aðra hluta borgarinnar en eldarnir geisa á óbyggðu landi borgarinnar í Table-fjalls-þjóðgarðinum. Íbúar hafa þó verið beðnir að loka öllum gluggum, hækka hitann á ofnum innanhúss og vökva garða sína til að forðast þurrk.

Nú þegar hefur einn veitingastaður í þjóðgarðinum við hinn vinsæla ferðamannastað Table-fjall brunnið og stytta af Cecil Rhodes. Þá hefur Mostert Hill-vindmyllan einnig skemmst í eldunum.

Slökkviliðsmenn reyna að ráða við eldinn.
Slökkviliðsmenn reyna að ráða við eldinn. AFP
Eldar á háskólasvæðinu.
Eldar á háskólasvæðinu. AFP
Yfir 100 slökkviliðsmenn hafa barist við eldana í dag.
Yfir 100 slökkviliðsmenn hafa barist við eldana í dag. AFP
Mosterts myllan er mikið skemmt. Hún var byggð árið 1796.
Mosterts myllan er mikið skemmt. Hún var byggð árið 1796. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert