Læknum meinaður aðgangur að Navalní

Anastasia Vasilyeva, til hægri, (R) við hlið IK-3 fangelsisdeildar critic …
Anastasia Vasilyeva, til hægri, (R) við hlið IK-3 fangelsisdeildar critic Alexei Navalní liggur þungt haldin. AFP

Hópi lækna, þar á meðal persónulegum lækni Alexeis Navalnís, var meinaður aðgangur að sjúkradeild fangelsisins þar sem Navalní liggur í dag. 

Navalí, helsti andstæðingur Vladimírs Pútíns forseta Rússlands, hóf hungurverkfall 31. mars síðastliðinn og segja læknar að heilsu hans hraki svo hratt að hann gæti látið lífið á hverri stundu.

Alexei Navalny.
Alexei Navalny. AFP

Fangelsismálayfirvöld í Rússlandi, sem margoft hafa meinað læknum Navalnís aðgang að honum, létu í gær færa Navalní á milli fangelsisdeilda. Læknahópurinn, sem Anastasía Vasilyeva, persónulegur læknir Navalnís, virðist fara fyrir, hefur gert fjölmargar tilraunir til að nálgast Navalní en ávallt verið hafnað af rússneskum fangelsismálayfirvöldum. 

Í dag var læknunum enn og aftur meinaður aðgangur að Navalní en sagt að reyna aftur síðar í dag. Lögmönnum Navalnís var veittur aðgangur að fangelsi Navalnís samkvæmt blaðamanni AFP-fréttastofu.

Navalní situr nú af sér tveggja og hálfs árs dóm fyrir að brjóta skilorð á gömlum dómi sem hann segir pólitískan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert