Ástralar hætta við belti og braut

Utanríkisráðherra Ástralíu, Marise Payne.
Utanríkisráðherra Ástralíu, Marise Payne. AFP

Yfirvöld í Ástralíu lýstu því yfir í dag að samningi yfirvalda um þátttöku í belti og braut yrði rift þar sem hann er á skjön við utanríkisstefnu Ástralíu. Belti og braut er innviða- og fjárfestingaverkefni á vegum kínverska ríkisins sem ætlað er að tengja Kína um allan heim. 

Utanríkisráðherra Ástralíu, Marise Payne, beitti sér af fullum þunga svo að samningi Viktoríuríkis í Ástralíu við Kína frá árinu 2018 yrði rift þar sem hún segir hann ekki samræmast utanríkisstefnu ríkisins og vera á skjön við utanríkissambönd Ástralíu.

Ný lög tóku gildi í fyrra í Ástralíu sem sögð eru hafa verið sett til höfuðs kínverskri fjárfestingu, þar sem ríkinu er gert kleift að binda enda á samninga einstaka ríkja við erlend ríki, ógni það þjóðarhagsmunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert