Leita að kafbáti norður af Balí

Kafarar indónesíska sjóhersins að störfum í janúar síðastliðnum.
Kafarar indónesíska sjóhersins að störfum í janúar síðastliðnum. AFP

Leit er hafin í Indónesíu að kafbáti sjóhersins í landinu sem ekkert hefur spurst til. Kafbáturinn tók þátt í æfingu norður af eyjunni Balí.

Yfirmaður hersins í Indónesíu sagði við Reuters að 53 manns væru um borð í bátnum, að því er BBC greindi frá.

Óskað hefur verið eftir aðstoð Ástralíu og Singapúr við leitina.

Talið er að kafbáturinn hafi horfið af ratsjám um 96 kílómetra undan ströndum Balí snemma í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert