Fyrstu skammtar af bóluefnum gegn kórónuveirunni voru afhentir í Sýrlandi í gær. Bóluefnið kemur frá Covax-samstarfinu, alþjóðlegu samstarfi 192 landa sem tryggja á jafnari dreifingu bóluefna til efnaminni ríkja heimsins.
Skammtarnir í fyrstu sendingu eru 256.800 talsins og verða gefnir heilbrigðisstarfsfólki í framlínu, þar á meðal í norðurhluta landsins þar sem átök geisa enn og fjöldi fólks er á vergangi.
Unicef, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, gegnir lykilhlutverki í Covax-samstarfinu, leiðir innkaupin og afhendingu á bóluefnum til yfir 90 lág- og millitekjuríkja. „Bóluefnin eru ljós í myrkrinu fyrir íbúa Sýrlands. Þau munu gera heilbrigðisstarfsfólki kleift að halda áfram að veita lífsnauðsynlega aðstoð í landi þar sem heilbrigðiskerfið er að hruni komið eftir áratuga átök,“ er haft eftir Ted Chaiban, svæðisstjóra Unicef í Mið-Austurlöndum, í tilkynningu.
Áætlað er að tveimur milljörðum skammta af bóluefni verið útdeilt gegnum Covax-samstarfið fyrir lok þessa árs