Agnarsmátt múshjartardýr fæddist nýverið í dýragarði í Bristol í Englandi og er á við blýant á hæð, eða um 20 cm. Kyn múshjartardýrsins er ekki vitað en það er aðeins annað sinnar tegundar sem fæðst hefur í dýragarðinum síðasta áratuginn.
Múshjartardýr eiga uppruna sinn að rekja til Suðaustur-Asíu og vega fullvaxta múshjartardýr aðeins um eitt og hálft kíló.
This immensely cute lesser Malayan mouse deer was recently born at Bristol Zoo Gardens. About the height of a pencil, the tiny infant belongs to species that are distantly related to deer and native to South East Asia.
— IFLScience (@IFLScience) April 22, 2021
Credit: Bristol Zoo Gardens/@BristolZooGdns pic.twitter.com/Hf2BNTMYAT
Deildarstjóri spendýrasviðs í dýragarðinum í Bristol, Paige Bwye, segir við BBC að einhver tími verði að líða þar til hægt sé að athuga hvers kyns dýrið er. Þangað til er það enn of feimið og hlédrægt til að hægt sé að skoða það án þess að valda því streitu.
„Það stendur sig vel samt og hefur að undanförnu lært að þekkja og meta nýjar bragðtegundir, svosem sætar kartöflur,“ segir Paige.
„Brienne, móðir þess, stendur sig virkilega vel í nýja hlutverkinu sínu og sinnir unga sínum vel. Það er alveg einstakt að fylgjast með þeim tveimur. Þau hreyfa sig um á hárfínum fótleggjum sínum og gæða sér á blómum og grænmeti.“