Indónesískur kafbátur talinn sokkinn

Frá blaðamannafundi í Indónesíu í dag.
Frá blaðamannafundi í Indónesíu í dag. AFP

Indónesískur kafbátur, sem hvarf af ratsjá á miðvikudaginn, er talinn hafa sokkið við strendur Balí að sögn indónesíska sjóhersins. 58 voru um borð. 

Hlutar úr skrokki bátsins, sem og innanstokksmunir, fundust nærri staðnum þar sem síðast var vitað um kafbátinn, að sögn starfsmannastjóra sjóhersins. 

Merki eru um kafbátinn á 850 metra dýpi sem er mun meira dýpi en kafbáturinn var smíðaður til að þola. Einungis voru þriggja sólarhringa birgðir af súrefni um borð. 

Kafbáturinn KRI Nanggla hafði óskað eftir leyfi til að kafa á meðan á tundurduflaæfingu stóð. Kafbáturinn, sem byggður var í Þýskalandi, var meira en 40 ára en hafði verið gerður upp árið 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert