Tugir látnir eftir eldsvoða á Covid-deild

Frá Bagdad í Írak fyrr í vikunni.
Frá Bagdad í Írak fyrr í vikunni. AFP

Að minnsta kosti 23 manns eru látnir eftir að eldur braust út á gjörgæsludeild fyrir sjúklinga sem eru smitaðir af kórónuveirunni í Bagdad, höfuðborg Íraks.

Upptök eldsins má rekja til sprengingar sem varð vegna „mistaka við geymslu súrefniskúta“ að sögn heilbrigðisstarfsfólks.

Í myndskeiðum á samfélagsmiðlum mátti sjá slökkviliðsmenn reyna að slökkva eldinn á spítalanum Ibn al-Khatib á sama tíma og sjúklingar og skyldmenni þeirra reyndu að komast út úr byggingunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert