Að minnsta kosti 23 manns eru látnir eftir að eldur braust út á gjörgæsludeild fyrir sjúklinga sem eru smitaðir af kórónuveirunni í Bagdad, höfuðborg Íraks.
Upptök eldsins má rekja til sprengingar sem varð vegna „mistaka við geymslu súrefniskúta“ að sögn heilbrigðisstarfsfólks.
Í myndskeiðum á samfélagsmiðlum mátti sjá slökkviliðsmenn reyna að slökkva eldinn á spítalanum Ibn al-Khatib á sama tíma og sjúklingar og skyldmenni þeirra reyndu að komast út úr byggingunni.
Oxygen tank explodes and causes fire at #COVID19 hospital in #Baghdad , killing at least 23 people pic.twitter.com/YULUYOOBCZ
— Smriti Sharma (@SmritiS24856750) April 24, 2021