Kafbáturinn fundinn – allir um borð látnir

Indónesískur kafbátur sem hvarf af ratsjám á miðvikudag er fundinn á botni sjávar. Yfirvöld hafa staðfest að allir sem voru um borð, alls 53, séu látnir.

Mikil leit hefur staðið yfir að bátnum frá því hann hvarf sporlaust stuttu eftir að lagt var í hann á miðvikudag. Voru björgunarmenn í kappi við tímann enda talið að súrefnisbirgðir um borð myndu aðeins duga áhöfninni í um þrjá daga.

Stuttu síðar vöknuðu þó grunsemdir um að kafbáturinn hefði sokkið til botns og brotnað, eftir að olíuleki uppgötvaðist á leitarsvæðinu. Virðist sem þær grunsemdir hafi verið á rökum reistar.

Á blaðamannafundi í dag staðfestu hernaðaryfirvöld að kafbáturinn hefði fundist í þremur hlutum á sjávarbotni. Sennilegast hafi skipverjar allir farist þegar báturinn skall til botns, en dýpið á svæðinu er um 700 metrar.

Mikil leit hefur staðið yfir frá því á miðvikudag.
Mikil leit hefur staðið yfir frá því á miðvikudag. AFP
Gömul mynd af kafbátnum, sem smíðaður var í Þýskalandi fyrir …
Gömul mynd af kafbátnum, sem smíðaður var í Þýskalandi fyrir fjörutíu árum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert