Brunavörnum Ibn al-Khatib-sjúkrahússins í Bagdad, þar sem 82 létust í eldsvoða í gær, var verulega ábótavant að sögn slökkviliðsins á svæðinu. „Sjúkrahúsið hafði ekkert brunaviðvörunarkerfi og aðbúnaður í lofti byggingarinnar gerði það að verkum að logar náðu í eldfimt efni,“ segir talsmaður slökkviliðsins í Bagdad.
Forsætisráðherra Íraks, Mustafa al-Kadhem, leysti heilbrigðisráðherra landsins, Hassan al-Tamimi, frá störfum í dag. Mikil reiði greip um sig á samfélagsmiðlum í Írak vegna eldsins þar sem myndskeiðum er deilt af eldinum. Kallað er eftir ábyrgð vegna vanrækslu sjúkrastofnana í landinu.
Í það minnsta 82 létu lífið í eldsvoðanum á sjúkrahúsinu, þar sem fólk lá veikt af kórónuveirunni, í Bagdad, höfuðborg Íraks, í gærkvöldi.
Yfir 100 til viðbótar slösuðust í eldsvoðanum í Ibn al-Khatib-sjúkrahúsinu í Bagdad. Fréttir herma að slys hafi valdið því að súrefniskútur sprakk, sem olli stórri sprengingu á sjúkrahúsinu.
The fire caused many of the oxygen tanks designated to support the #COVID19 patients in the hospital to explode. #Baghdad so far dozens of victims have been reported. pic.twitter.com/OAC8Jt3jq3
— Steven Nabil (@thestevennabil) April 24, 2021