Karlmaður hefur verið handtekinn í Albaníu eftir að hafa ekið á gangandi vegfarendur á torgi í höfuðborginni Tirana.
Bíllinn stöðvaðist ekki fyrr en einn vegfarandi stökk með fæturna á undan sér í gegnum bílgluggann, að því er BBC greindi frá.
Vegfarandinn sagðist hafa haldið að ökumaðurinn ætlaði sér að aka á fólk í mögulegri hryðjuverkaárás. Fjöldi fólks beið í biðröð eftir því að fá bólusetningu við kórónuveirunni á Skanderbeg-torgi á sama tíma.
Albanska lögreglan telur að ökumaðurinn, sem er 32 ára, hafi verið undir áhrifum fíkniefna.