Þúsundir mótmælenda söfnuðust saman í þó nokkrum borgum í Evrópu og Ísrael í dag til að láta í ljós óánægju sína með ákvörðun dómstóls um að ekki yrði réttað yfir manni sem drap 65 ára gyðingakonu.
Þetta var ákveðið eftir að sérfræðingar sögðu að gerandinn hefði verið með óráði þegar hann réðst á hana vegna mikillar notkunar marijúana.
Fjölskylda konunnar, Sarah Halimi, reiddist mjög yfir ákvörðuninni og sömu sögu er að segja um mörg samtök gyðinga. Emannuel Macron, forseti Frakklands, hvatti til þess að lögum yrði breytt til að tryggja að fólk sætti ábyrgð fyrir ofbeldisfulla glæpi undir áhrifum fíkniefna.
Halimi var ýtt út um gluggann á íbúð sinni í París af nágranna hennar Kobili Traore, 27 ára, sem hrópaði á sama tíma „Allahu Akbar“ (Guð er mestur).