Átakanlegt kveðjumyndskeið áhafnarinnar

Stilla úr myndskeiðinu sem indónesíski herinn hefur sent frá sér.
Stilla úr myndskeiðinu sem indónesíski herinn hefur sent frá sér. AFP

Indónesíski herinn hefur birt átakanlegt myndskeið af áhöfn indónesíska kafbátsins sem sökk í vikunni sem leið. Þar sést áhöfnin syngjandi glöð saman um borð í kafbátnum. 

Myndskeiðið var tekið upp nokkrum vikum áður en KRI Nanggala 402 sökk ásamt öllum um borð, alls 53 manns. Áhöfnin, öll með tölu, syngur vinsælt indónesískt lag: Sampai Jumpa, en það þýðir vertu sæll.

Leiðangursstjórinn Heri Oktavian er meðal þeirra sem syngja lagið en það fjallar um söknuð og kærar kveðjur til þess sem yfirgefur. Myndskeiðið var tekið upp sem kveðja til fráfarandi sjóliðsforingja sem stýrði kafbátnum þangað til í byrjun mars. 

Kafbáturinn, sem er þýskur að gerð, er einn fimm slíkra í eigu indónesíska sjóhersins. Kafbáturinn hvarf af ratsjám snemma á miðvikudaginn er hann átti að vera við æfingar fyrir utan Balí. Í gær sendi herinn frá sér tilkynningu um að kafbáturinn hefði fundist í þremur hlutum á hafsbotni, á um 800 metra dýpi. 

 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert